Tímavera logo, circular geo-location with clock indicators in the center
Tímavera

Tímaskráning fyrir verktaka

Byrja Prufu

Um Tímaveru

Ofur einföld tímaskráning fyrir verktaka


Ódýrt

7.000 kr án VSK á mánuði óháð fjölda starfsmanna og verkefna. Ekkert uppsetningargjald né langtíma skuldbinding.

Einfalt

Starfsmenn nota sína eigin snjallsíma. Stjórnendur fá góða yfirsýn yfir verkefni og tímafjölda starfsmanna á vefsíðunni.

Áreiðanlegt

Frá upphafi höfum við ávalt sett mestan forgang á áreiðanlega virkni og uppitíma.

Umsagnir


"Auðvelt, notendavænt, einfalt og þægilegt í notkun."

Ágúst Garðarsson
Málarameistari, ÁG Málun ehf.
Byrjaði Febrúar 2018

"Mikill tímasparnaður í kringum hver einustu mánaðarmót."

Eva Rós Gústafsdóttir
Eigandi Veisluþjónar ehf.
Byrjaði Febrúar 2018

Skjáskot af innskráningar skjá í Tímaveru appinu. Inntök fyrir fyrirtækja nafn, notendanafn starfsmanns og lykilorð. Rauðir innskráningar takki.
Skjáskot af lista af verkefnum í Tímaveru appinu. Hvert verkefni er stór rauður takki. Sýnd verkefni eru Verkefni A, Samningur B, Vinnustaður C. Í efra vinstra horninu er takki af gír sem sýnir Stillingar skjáinn. Í efra hægra horninu er þrefalt jafnt og takki sem sýnir starfsmönnum vinnufærslur sínar.

Tímavera er tímaskráningarkerfi sem notar snjallsíma starfsmanna við inn- og útstimplun í stimpilklukku appi.

Kerfið hefur tvær hliðar:

Stjórnendur og eða eigendur fyrirtækis fá fyrirtækja aðgang að vefsíðunni þar sem hægt er að fá góða yfirsýn yfir unna tíma hvers starfsmanns og verkefnis. Á vefsíðunni eru nýjir notendur og verkefni búin til.

Tímavera hefur tvennskonar aðganga
  • Vefsíðu aðgangur fyrirtækja
    Fyrir stjórnendur fyrirtækis til að fá yfirsýn yfir verkefni og tímafjölda starfsmanna.
  • Stimpilklukku app aðgangur
    Fyrir starfsmenn til að klukka sig inn og út úr verkefnum frá degi til dags í Tímaveru appinu.
Skjáskot úr Tímaveru appinu sem sýnir starfsmann stimplaðan inn í Verkefni A og tíminn tifar. Liðinn tími er 03:13:37. Stór rauður takki sem stendur á Klukk Út er í miðjunni. Smærri Bæta við ahugsemd takki er fyrir neðan.
Skjáskot af að bæta við athugasemd við vinnufærslu í Tímaveru appinu. Athugasemdin er 'Grunnur tilbúinn. Keypti efni fyrir 1337 kr'.

Þau vandamál sem Tímaveru er ætlað að leysa:

  1. Sambærilegar lausnir eru oft dýrari og flóknar í notkun.
  2. Ekki þarf nein auka tæki eða uppsetningu, bara aðgang að heimasíðunni. Starfsmenn nota sína eigin síma.
  3. Í kerfinu sjást staðsetningar starfsmanna þegar þeir klukka sig inn og fyrir hvaða verk. Það tryggir bæði vinnuveitanda og starfsmanni gegnsæi gagnvart viðskiptavinum og hvor öðrum.
  4. Starfsmenn geta skrifað athugasemdir við vinnufærslur til að koma skilaboðum áleiðis.

Tímaskráningarkerfið er í virkri þróun. Við höfum og munum ávallt forgangsraða einfaldleika, virkni og áreiðanleika.

Skjáskot af Tímaveru vefsíðu stjórnborðinu. Listi af vinnu færslum starfsmanna á mismunandi verkefnum.

Skjáskot frá vefsíðu mælaborði Tímaveru

Verð


7.000 kr

/ mánuð

Fyrirtækjum býðst kerfið á 7.000 kr án VSK á hverjum mánuði, óháð fjölda starfsmanna og verkefna. Ekkert uppsetningar gjald. Enginn skuldbindingartími.

Fyrsti mánuðurinn er gjaldfrjáls til prófunar.

Byrja Prufu


Til að byrja í prufu fyllir þú út formið hér að neðan:


Eftir að við höfum mótekið fyrirspurn þína setjum við upp aðgang og höfum samband eins fljótt og auðið er. Gjaldfrjálst til prófunar fyrsta mánuðinn.

Hafa samband


Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá sýningu í persónu á tímaskráningarkerfinu og stimpilklukku appinu sem Tímavera býður uppá.

Tölvupóstur

timavera@timavera.is

Sími

Jón Rúnar: 773 1337

Ólafur: 772 7895

Um fyrirtækið


Tímavera ehf. var stofnað í Maí 2017 af tveimur forriturum og fyrstu tveim notendum kerfisins. Finnbogi og Jón Hafdal höfðu báðir rekið sín eigin málningarfyrirtæki um árabil og voru ekki ánægðir með tímaskráningarkerfið sem þeir voru að nota.

Þeir þekktu til Ólafs og spurðu hvort það væri nokkuð mikið mál að henda upp einföldu kerfi sniðið að þörfum þeirra. Ólafur útbjó fyrstu útgáfu af vefsíðunni og fékk svo félaga sinn Jón Rúnar til að smíða appið.

Eftir það fór boltinn svo að rúlla. Álíka verktaka fyrirtæki bættust smátt og smátt við þar sem þau sáu þörfum sínum mætt í einföldu kerfi.

Ólafur Magnússon

Ólafur Magnússon

Meðstofnandi & Forritari

Jón Rúnar Helgason

Jón Rúnar Helgason

Meðstofnandi & Forritari

Finnbogi Þorsteinsson

Meðstofnandi & Málarameistari

Jón Hafdal Sigurðarson

Meðstofnandi & Málarameistari

Aðrar Umsagnir


"Snilld að fá áreiðanlega yfirsýn í lok mánaðar og verkefna."

Eyþór Bergvinsson
EB Málun ehf.
Byrjaði Nóvember 2017

Innskráning fyrirtækja