Einföld tímaskráning fyrir verktaka

Sparaðu með því að halda utan um nákvæmar tímaskráningar verkefna og starfsmanna í einföldu appi. Allt á einum stað. Íslenskt hugvit 🇮🇸

Skjáskot af Tímaveru tímaskráningar appinu fyrir verktaka


Það eru 562 ár!

Nákvæm tímaskráning

Ekki giska á stærsta kostnaðarliðinn og undir eða ofrukka verkaupa. Taktu stjórn með nákvæmum tímaskráningum verkefna og starfsmanna.

Einfalt

Eigendur og stjórnendur fá yfirsýn á einum stað yfir tímaskráningar verkefna og starfsmanna á vefsíðunni.

Einföld stimpilklukka

Starfsmenn skrá tímaskráningar með ofur einföldu stimpilklukku appi í snjallsíma sínum.

Persónuleg þjónusta

Áreiðanleiki og uppitími er í algjörum forgangi. Fáðu persónulega þjónustu frá stofnendum Tímaveru.

Umsagnir


"Auðvelt, notendavænt, einfalt og þægilegt í notkun."

Ágúst Garðarsson
Málarameistari, ÁG Málun ehf.
Byrjaði Febrúar 2018

"Mikill tímasparnaður í kringum hver einustu mánaðarmót."

Eva Rós Gústafsdóttir
Eigandi Veisluþjónar ehf.
Byrjaði Febrúar 2018

Um TímaveruTímavera er tímaskráningarkerfi og stimpilklukka fyrir verktaka og lítil fyrirtæki með einfaldar þarfir.

Hvernig það virkar:

 1. Starfsmenn skrá tíma sína í gegnum Tímaveru stimpilklukku appið á iPhone og Android.
 2. Eigendur og stjórnendur fá fyrirtækja aðgang að vefsíðunni þar sem sýslað er með verkefni.
 3. Nýjum verkefnum og starfsmönnum er bætt við á einfaldan máta í gegnum vefsíðuna.
 4. Fáðu yfirsýn yfir skráðar vinnustundir starfsmanna og verkefna.
 5. Útbúðu skýrslur með einföldum yfirvinnu útreikningum.

Appið

Skjáskot úr Tímaveru stimpilklukku appinu:

Skjáskot af innskráningar skjá í Tímaveru appinu. Inntök fyrir fyrirtækja nafn, notendanafn starfsmanns og lykilorð. Rauðir innskráningar takki.
Skjáskot af lista af verkefnum í Tímaveru appinu. Hvert verkefni er stór rauður takki. Sýnd verkefni eru Verkefni A, Samningur B, Vinnustaður C. Í efra vinstra horninu er takki af gír sem sýnir Stillingar skjáinn. Í efra hægra horninu er þrefalt jafnt og takki sem sýnir starfsmönnum vinnufærslur sínar.
Skjáskot úr Tímaveru appinu sem sýnir starfsmann stimplaðan inn í Verkefni A og tíminn tifar. Liðinn tími er 03:13:37. Stór rauður takki sem stendur á Klukk Út er í miðjunni. Smærri Bæta við ahugsemd takki er fyrir neðan.
Skjáskot af að bæta við athugasemd við vinnufærslu í Tímaveru appinu. Athugasemdin er 'Grunnur tilbúinn. Keypti efni fyrir 133.337 kr'.
Skjáskot af Tímaveru appinu sem sýnir lista af 3 vinnufærslum.
Skjáskot af Tímaveru appinu sem sýnir staka vinnufærslu. Lengd: 7 klst. Upphaf: 08:00, miðvikudagur 4. janúar 2023. Endir: 15:00, miðvikudagur 4. janúar 2023. Verkefni A. Athugasemdir: Grunnur tilbúinn. Keypti efni fyrir 133.337kr.

Við hönnuðum Tímaveru til vera einföld lausn án óþarfa virkni.

 • Ekki þarf nein auka tæki eða uppsetningu.
 • Eigendur og stjórnendur nota vefsíðu til að sýsla með verkefni og starfsmenn nota sína eigin snjallsíma.
 • Starfsmenn geta notað GPS staðsetningar í tímaskráningum til að auka traust fyrir verkkaupa, eigendur og samstarfsmenn.
 • Starfsmenn geta skrifað texta athugasemdir á vinnufærslur ef leiðrétta þarf tímaskráningar eða ef efni var keypt.

Tímaskráningarkerfið er í virkri þróun. Við höfum og munum ávallt forgangsraða einfaldleika, virkni og áreiðanleika.

Skjáskot af Tímaveru vefsíðu stjórnborðinu. Listi af vinnu færslum starfsmanna á mismunandi verkefnum.

Skjáskot frá vefsíðu mælaborði Tímaveru

Hlaða upp myndum


Starfsmenn geta á einfaldan máta hlaðið upp myndum í appinu sem kemur til hagsbóta í nokkrum tilfellum. Til dæmis:

 • Til að skjalfesta framvindu verkefnis fyrir eigendur, stjórnendur og verkkaupa.
 • Sönnun á réttum verkefnaskilum. Kemur sér vel ef upp kemur ágreiningur eða ef aðrir verktakar eyðilögðu vinnu.
 • Myndir af reikningum sem áminning hvaða verkefni þeir tilheyra og til að tryggja að kostnaður gleymist ekki.
 • Skjalfesting á ófyrirséðum aðstæðum sem þarfnast frekari vinnu.

Starfsmanna réttindi


Stjórnendur geta veitt völdum eða öllum starfsmönnum auka réttindi í appinu:

 • Handskrá og breyta vinnufærslum. Ef starfsmaður gleymir að stimpla sig inn eða út geta þeir lagað það sjálfir. Einnig hentugt ef starfsmenn kjósa frekar að handskrá tímaskráningar í lok dags eða viku. Minni vinna fyrir stjórnendur.
 • Búa til verkefni. Gagnlegt fyrir fyrirtæki með mörg minni verkefni sem taka aðeins mínútur eða nokkrar klukkustundir. Með þessum réttindum getur starfsmaður búið til nýtt verkefni í appinu og stimplað sig inn um leið.

Verð


8

þkr á mánuði
1 - 4 starfsmenn

14

þkr á mánuði
5 - 24 starfsmenn

30

þkr á mánuði
25 - 49 starfsmenn

60

þkr á mánuði
50 - 200 starfsmenn

Free 14 day trial
No hidden fees
Cancel any time
60 day refunds

We support payments in all major currencies. Above pricing does not include local VAT or sales tax.

NýskráningNú þegar með aðgang?
Smelltu hér til að innskrá.

14 daga frí prufa
Áskrift staðfest eftirá

Hafa samband


Þarftu frekar upplýsingar eða aðstoð við uppsetningu á Tímaveru tímaskráningarkerfinu og stimpilklukku appinu?

Endilega hafðu samband!

Tölvupóstur

timavera@timavera.is

Sími

+354 539 5118

Persónuleg símanúmer ef þörf er á:
Jón Hafdal: +354 770 1532
Finnbogi: +354 695 3384
Ólafur: +354 772 7895

Um fyrirtækið


Tímavera ehf. var stofnað í Maí 2017 af tveimur forriturum og tveim málurum.

Finnbogi og Jón Hafdal eru báðir málarameistarar sem hafa rekið sín eigin málningarfyrirtæki um árabil. Þeir áttu í erfiðleikum með að finna einfalt tímaskráningarkerfi sem hentaði þeirra rekstri: smærri verktaka fyrirtæki.

Ólafur komst á snoðir um erfiðleika þeirra og kom snögglega með hugmynd að einföldu timaskráningar appi. Ólafur útbjó fyrstu útgáfuna af vefsíðunni og fékk svo félaga sinn Jón Rúnar til að smíða appið.

Eftir það fór boltinn svo að rúlla. Verktakar og smærri fyrirtæki í bransanum bættust smátt og smátt við þar sem þau sáu þörfum sínum mætt í einföldu kerfi.

Frá upphafi hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt. Fyrirtækið hefur frá upphafi alltaf verið í eigu stofnenda og aldrei tekið ytri fjárfestingu. Rekið með hagnaði og engar skuldir. Það hefur gert fyrirtækinu kleyft að stunda heilbrigða vöruþróun í þágu viðskiptavina sem við við vonum og áformum að halda áfram um ókomin ár.

Ólafur Magnússon

Ólafur Magnússon

Stofnandi & Forritari

Jón Rúnar Helgason

Jón Rúnar Helgason

Stofnandi & Forritari

Finnbogi Þorsteinsson

Stofnandi & Málarameistari

Jón Hafdal Sigurðarson

Stofnandi & Málarameistari

Aðrar Umsagnir


"Snilld að fá áreiðanlega yfirsýn í lok mánaðar og verkefna."

Eyþór Bergvinsson
EB Málun ehf.
Byrjaði Nóvember 2017

"Það er nokkuð ljóst að ég mun mæla með Tímaveru til allra sem að ég þekki í mínum bransa... Kerfið, og ekki síst fyrir viðleitina hjá ykkur..."

Smári Eiríksson
Selhóll byggingafélag ehf.
Feb 2020 til Maí 2023

Innskráning fyrirtækja


Gleymt lykilorð?

Ekki með aðgang?
Komdu í prufu.

Ekki fyrirtæki?
Skráðu þig inn sem starfsmaður