Breyta byrjunartíma opinna færslna


2021-12-31

Allar breytingar

Samantekt: Hægt er að breyta byrjunar tíma á færslu sem er ennþá opinn. Ekki þarf því lengur að bíða þar til færslu hefur verið lokað til að geta lagfært inn tíma.

Upprunalega var ekki mögulegt að breyta upphafstíma á opinni vinnufærslu þegar starfsmaður var ennþá innstimplaður. Eftir uppástungur viðskiptavina við höfum nú virkjað þessa hegðun.

Notkunartilfellið var að starfsmaður gleymdi að stimpla sig inn og lætur svo stjórnanda vita í persónu, í gegnum SMS eða með því að hringja. Starfsmaðurinn var þegar innstimplaður þannig að stjórnandinn þurfti að bíða þangað til starfsmaðurinn hafði stimplað sig út. Stjórnendur óskuðu eftir því að geta uppfært vinnufærsluna strax í staðin fyrir að eiga hættu á að gleyma að uppfæra seinna.

Þetta hefur nú verið útfært svo stjórnendur geta uppfært upphafstíma á opnum vinnufærslum.

Bera hafa í huga að appið hefur enn ekki veirð uppfært til að taka tillit til þess að upphafstíminn gæti hafa breyst. Teljarinn í appinu mun þar af leiðandi ekki birta réttan þar sem hann telur frá því innstimplun átti sér stað í appinu. Eftir að starfsmaður hefur stimplað sig út mun vinnufærslan sýna réttan tíma í vinnufærslu töflunni.

Við þökkum notendum okkar kærlega fyrir þessa uppástungu!