Innskráningar upplýsingar í SMS


2022-01-28

Allar breytingar

Samantekt: Hægt er að senda starfsmönnum innskráningar upplýsingar með SMS í gegnum síðuna.

Innskráningar upplýsingar í SMS er hægt að senda með tvennu móti:

  • Við að búa til nýjan starfsmann
  • Í breyta starfsmanni glugganum

Hakað er við "Senda innskráningar upplýsingar í SMS". Við það birtist inntak til að skrifa símanúmer starfsmanns. Ef rétt farsímanúmer hefur verið valið sendast eftirfarandi skilaboð að neðan.

Nýr starfsmaður:

Tímaveru aðgangur þinn er tilbúinn, náðu í appið og skráðu þig inn:

Fyrirtæki: fyrirtæki
Starfsmaður: starfsmaður
Lykilorð: lykilorð

Breyta starfsmanni gluggi:

Innskráning í Tímaveru.

Fyrirtæki: fyrirtæki
Starfsmaður: starfsmaður
Lykilorð: lykilorð

Ekki þarf að breyta nafni eða lykilorði starfmanns til að senda SMS aftur. SMS virknin mun fyrst um sinn aðeins vera í boði á timavera.is síðunni fyrir Íslensk fyrirtæki.

Vinsamlegast hafið í huga að til að koma í veg fyrir misnotkun þá eru hófleg takmörk á fjölda SMS skilaboða sem hægt er að senda. Ekkert fyrirtæki ætti þó að lenda í neinum takmörkunum með venjulegri notkun. Ef upp koma einhverjar villur eða afhendingarvandamál vinsamlegast hafið samband á timavera@timavera.is og við skoðum málið.