Nákvæmur tími í nýjum prufu skýrslum


2022-02-22

Allar breytingar

Samantekt: Ný beta útgáfa af skýrslum hefur verið bætt við þar sem hægt er að stilla tíma með 1 mínútu nákvæmni.

Skýrslu beta síða hefur verið bætt við. Til að prófa nýju beta skýrsluna er valið að búa til Skýrslu og svo er valið "Skýrsla beta" efst á síðunni. Tilgangurinn er að opna snemma á nýja virkni sem er í vinnslu. Vinsamlegast hafið í huga að í beta virkni gætu leynst villur. Eftir að við höfum öðlast traust á breytingunum munum við færa þær yfir í venjulegu skýrslurnar.

Það sem er nýtt í beta Skýrslunni eru inntök til að stilla tíma með 1 mínútu nákvæmni. Í núverandi skýrslum er einungis hægt að velja algeng gildi eins og "8 klst". Núna er hægt að fínstilla stillingarnar betur. Núna er til dæmis hægt að stilla að yfirvinna ætti að greiðast eftir klukkan 16:35.

Skjáskot af nýjum tímaskránignar skýrslu stillingum. Tíma inntak með nákvæmni uppá 1 mínútu. Stillingar: sýna athugasemdir, borga yfirvinnu um helgar, borga yfirvinnu eftir klukkan (hh:mm), borga yfirvinnu umfram (hh:mm) unnar klukkustundir, draga frá (hh:mm) í hádegismat, sýni hádegis frádrátt, byrja borga eftir klkukkan (hh:mm).

Til að nota nýja tíma inntakið er það fyrst valið og því næst er skrifað til dæmis "1635". Formið er hh:mm í 24 klst sólarhring þar sem hh eru klukkustundir og mm eru mínútur. Til að stilla að yfirvinna borgist eftir 7 klst og 45 mín er skrifað "0745". Eftir að tíma inntak hefur verið valið er líka hægt að nota örvatakkana til að hækka og lækka tímann. Til að hreinsa er valið "x eyða" hægra megin við tíma inntakið.