Samantekt: Starfsmenn sem fá aukin réttindi geta handskráð og breytt vinnufærslum í appinu.
Til að veita núverandi starfsmönnum nýju réttindin er smellt á Breyta takkann í starfsmanna töflunni, haka við réttindin og staðfesta.
Sami valkostur er sýndur við að búa til starfsmann. Næsta skref er að starfsmaðurinn skrái sig út og aftur inn í appinu svo að nýju réttindin taki gyldi. Í appinu: Stillingar -> Útskrá -> Innskrá!. Eftir að starfsmaður stimplar sig inn í verkefni birtast nýjir inn/út takkar (13:37 og hh:mm):
Til að breyta upphafstíma er smellt á vinstri takkann fyrir ofan verkefna nafnið. Appið fer þá á nýjan skjá til að breyta tímanum. Strokið út sjálfgefna tímann og veljið nýjan tíma á 24 klst formi. Þegar að síðasti stafurinn í nýja tímanum hefur verið valinn uppfærist tíminn sjálfkrafa og appið fer aftur til baka á fyrri skjá. Demó myndband:
Ef þess þarfnast er líka hægt að smella á dagsetningar takkann til að breyta um dagsetingu. Til dæmis til að bæta við vinnufærslu fyrir gærdaginn eða dag í síðustu viku. Til að byrja með þarf að skrifa tímann inn á 24 klst formi. Að geta skráð tímann á 12 klst am/pm formi er á dagskránni til að bæta við seinna.