Samþykktar vinnufærslur


2025-05-02

Allar breytingar

Samantekt: Vinnufærslur geta nú verið samþykktar og hægt er að sía eftir þeim í útprentun á skýrslum.

Vinnuveitendum býðst nú að merkja vinnufærslur sem samþykktar. Samþykkt vinnufærsla er eins og hver önnur vinnufærsla nema að hún er lituð græn í "Vinnufærslur" töflunni. Þessi virkni er hugsuð til að einfalda yfirferð á vinnufærslum í lok launatímabils með að merkja hvaða vinnufærslur er búið að leiðrétta eða yfirfara. Einnig hefur verið bætt við skýrslu stillingu að búa til skýrslur aðeins með samþykktum vinnufærslum.

Fyrirtæki þurfa að kveikja sérstaklega á þessari virkni. Það er gert með því að haka við “Samþykkja vinnufærslur” undir ⚙️ Stillingar -> Almennar Stillingar. Til að fela þessa virkni er afhakað við þessa stillingu.

Athugið að samþykktar vinnufærslur geta breyst. Til dæmis af fyrirtæki á vefsíðunni eða ef starfsmaður færslunnar hefur réttindi til að breyta færslunni.