Tímavera

Tímaskráning fyrir verktaka

Um Tímaveru

Ofur einföld tímaskráning fyrir verktaka.


Ódýrt

4.800kr án VSK á mánuði óháð fjölda starfsmanna og verkefna. Ekkert uppsetningargjald.

Einfalt

Starfsmenn nota sína eigin snjallsíma. Stjórnendur fá góða yfirsýn yfir verkefni og tímafjölda starfsmanna á vefsíðunni.

Áreiðanlegt

Frá upphafi höfum við ávalt sett mestan forgang á áreiðanlega virkni.


Tímavera er tímaskráningarkerfi sem notar snjallsíma við inn- og útstimplun.

Kerfið hefur tvær hliðar:

 • iPhone og Android app fyrir starfsmenn til að skrá tíma
 • Vefsíða fyrir stjórnendur til að sjá unna tíma

Stjórnendur og eða eigendur fyrirtækis fá fyrirtækja aðgang að vefsíðunni timavera.is þar sem hægt er að fá góða yfirsýn yfir unna tíma hvers starfsmanns og verkefnis. Á vefsíðunni eru nýjir notendur og verkefni búin til.

Tímavera hefur tvennskonar aðganga:
 • Fyrirtækja aðgangur
  Fyrir stjórnendur fyrirtækis til að fá yfirsýn yfir verkefni og tímafjölda starfsmanna.
 • App aðgangur
  Fyrir starfsmenn til að klukka sig inn og út úr verkefnum frá degi til dags í Tímaveru appinu.

Þau vandamál sem Tímavera er ætlað að leysa:

 1. Sambærilegar lausnir eru oft dýrari og flóknar í notkun.
 2. Ekki þarf nein auka tæki eða uppsetningu, bara aðgang að heimasíðunni. Starfsmenn nota sína eigin síma.
 3. Í kerfinu sjást staðsetningar starfsmanna þegar þeir klukka sig inn og fyrir hvaða verk. Það tryggir bæði vinnuveitanda og starfsmanni gegnsæi gagnvart viðskiptavinum og hvor öðrum.
 4. Starfsmenn geta skrifað athugasemdir við vinnufærlsur til að koma skilaboðum áleiðis.

Kerfið er nokkra mánaða gamalt og ennþá í virkri þróun. Við þróun kerfisins höfum við ávallt og munum ávallt forgangsraða virkni og áreiðanleika. Útlit er enn í þróun.

Verð


4.800 kr

/ mánuð

Fyrirtækjum býðst kerfið á 4.800kr án VSK á hverjum mánuði, óháð fjölda starfsmanna og verkefna. Ekkert uppsetningar gjald.

Fyrsti mánuðurinn er gjaldfrjáls til prófunar.

Hafa samband


Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á að prufa kerfið frítt til reynslu í fyrirtækinu þínu. Við munum setja upp notendur og verkefni fyrir þig þannig Tímavera er reiðubúið til notkunar.

Notendur


"Flott forrit til að halda utan um tímana. Mæli með þessu forriti 100%."

Ágúst Garðarsson
Málarameistari, ÁG Málun

Innskráning Fyrirtækja