Tímavera ehf.
Kambasel 81
109 Reykjavík
Ísland
Kennitala: 4706170630
VSK númer: 130696
timavera@timavera.is
+354 539 5118
Samantekt: Tímavera geymir nafn fyrirtækis, kennitölu, tölvupóstföng, símanúmer, og nöfn tengiliða. Tímavera geymir eftirfarandi starfsmannagögn: nafn (eins og gefið er upp af fyrirtæki), GPS staðsetningar (ef leyfi er gefið), inn og út tímastimplar og athugasemdir við vinnufærslur. Símanúmerum starfsmanna, ef notuð við uppsetningu starfsmanna reikninga, er sjálfkrafa eytt eftir 2 vikur. Ef upp koma villur á vefsíðu eða appi eru greiningargögnum eins og IP tölum, gerð tækja og stýrikerfa sjálfkrafa eytt eftir 90 daga. Gögn eru geymd á öruggan hátt þar til þeim er eytt. Gögnum er ekki deilt. Tveir eigenda Tímaveru hafa fullan aðgang að öllum gögnum. Tímavera notar ekki vafrakökur. Þú hefur rétt til að biðja um, leiðrétta, eyða, takmarka og flytja gögnin þín.
Tímavera stefnir að því að geyma eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og við getum. Fyrirtæki eru hvött til að stofna starfsmannareikninga með því að nota fornafn eða gælunafn í stað fulls nafns. Við notum ekki rakningarkökur eða greiningar frá þriðja aðila. Listi af öllum gögnum sem við söfnum er hér að neðan.
Nær öllum fyrirtækja upplýsingum er safnað í gegnum prufuskráningar- og áskriftar staðfestingar formin. Við gætum bætt við tengiliðanöfnum fyrirtækja með því að fletta upp uppgefnu símanúmeri og nafni fyrirtækis.
Nöfn starfsmanna eru veitt af eiganda fyrirtækjareikningsins og er safnað í gegnum vefsíðu Tímaveru. GPS hnit starfsmanna (ef leyfi er gefið), tímastimplar og athugasemdir við vinnufærslur er safnað í gegnum Tímaveru appið.
Tímavera notar söfnuðum gögnum til að reka tímaskráningar þjónustu. Við notum tölvupóstföng fyrirtækja og símanúmer til að hafa samband ef þörf krefur. Til dæmis til að staðfesta eða loka áskrift, staðfesta beiðnir bókara og endurskoðenda um reikninga og önnur nauðsynleg samskipti.
Fyrirtækja- og starfsmannagögn eru geymd þar til þeim er eytt. Aðstæðubundum og tímabundum gögnum eru eytt sjálfkrafa eftir 14 - 90 daga.
Fyrir utan vinnsluaðila sem geyma gögnin okkar þá eru aðeins eigendurnir Jón Rúnar Helgason og Ólafur Magnússon með fullan aðgang að gögnum.
Jón Hafdal Sigurðarson og Finnbogi Þorsteinsson eru meðeigendur og geta séð tilkynningar þegar fyrirtæki skrá sig í prufu og staðfesta áskrift. Þessar tilkynningar sýna reiknings- og fyrirtækisnafn, símanúmer og netfang. Þeir hafa engan aðgang að öðrum fyrirtækja- eða starfsmannagögnum.
Þú hefur rétt á að:
Ef þú leggur fram beiðni höfum við einn mánuð til að svara þér. Ef þú vilt nýta einhverra þessara réttinda, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið okkar: timavera@timavera.is.