Notendur: þau fyrirtæki og aðrir lögaðilar sem stofna sér aðgang á Tímaveru í þeim tilgangi að halda utanum tímaskráningar sínar og starfsmanna sinna.
Notendagögn: gögn sem Tímavera notar sem nauðsynlegan þátt í grunnvirkni sinni.
Tímavera deilir ekki notendagögnum með neinum samstarfsaðilum né þriðja aðila. Aðgangsstýring er virk og ýtrustu öryggisráðstafana beitt til þess að tryggja að notendagögn séu einungis aðgengileg þeim sem hver notandi fyrir sig velur að gefa aðgang.