Skilmálar


Notendur: þau fyrirtæki og aðrir lögaðilar sem stofna sér aðgang á Tímaveru í þeim tilgangi að halda utanum tímaskráningar sínar og starfsmanna sinna.

Notendagögn: gögn sem Tímavera notar sem nauðsynlegan þátt í grunnvirkni sinni.

  • Tímavera notar persónurekjanleg notendagögn til þess að gera notendum síðunnar kleift að halda úti tímaskráningum.
  • Vistun tímafærslna getur innihaldið athugasemdir starfsmanns, mynd senda af starfsmanninum sem og staðsetningu starfsmannsins.
  • Tímavera vistar einnig nöfn starfsmanna, skráð af notendum síðunnar.
  • Öll notendagögn eru geymd í öruggri hýsingu og þau geymd þar til notandinn biður um að aðgangi sínum sé eytt.

Tímavera deilir ekki notendagögnum með neinum samstarfsaðilum né þriðja aðila. Aðgangsstýring er virk og ýtrustu öryggisráðstafana beitt til þess að tryggja að notendagögn séu einungis aðgengileg þeim sem hver notandi fyrir sig velur að gefa aðgang.